*

Hitt og þetta 19. júlí 2013

Legó-inniskór fyrir legóheimili

Þau sem eiga börn, eða leika sér ennþá með legó, kannast við kvalafulla augnablikið þegar stigið er á legókubb.

Á Think Geek er nú hægt að panta alveg sérstaklega skemmtilega inniskó en þeir líta út eins og legókubbar. 

En það er ekki það eina stórkostlega við skóna heldur verja þeir viðkvæma fætur við því óheppilega atviki þegar stigið er ofan á legókubba sem liggja á víð og dreif um heimilið. 

Skórnir fást í öllum stærðum, en þó ekki fyrir risafætur svo þeir sem nota skóstærð 50+ verða að leita annað. Fyrir ykkur sem viljið lesa nánar um málið má smella hér

Stikkorð: Legó  • Inniskór