*

Hitt og þetta 9. febrúar 2014

Lego myndin slær í gegn

Útlit fyrir að Lego myndin nái allt að 61 milljón dollara í tekjur um frumsýningarhelgina.

Frumsýning Lego myndarinnar gekk vel á föstudag og halaði myndin alls inn 17 milljónum dollara á frumsýningardaginn. Útlit er fyrir að myndin nái um 51 til 61 milljón dala í tekjur yfir frumsýningarhelgina. Það er því allt útlit fyrir að myndin verði tekjuhæsta myndin þessa frumsýningarhelgi. Á meðal þeirra sem ljá Lego myndinni rödd sína eru leikarar á borð við Will Arnett og Elizabeth Banks.

Helsti keppinautur Lego þessa helgina er The Monuments Man með George Clooney. Tekjur myndarinnar á föstudag námu alls 7 milljónum dollara. 

Þess má geta að Lego myndin verður frumsýnd hér á landi um næstu helgi.