*

Ferðalög & útivist 7. febrúar 2013

Leiðbeiningar ef ferðast er til Norður-Kóreu

Að mörgu er að huga þegar ferðast skal til Norður-Kóreu, einu lokaðasta landi í heimi.

Hugsanlega hefur ekki mörgum dottið í hug að fara til Norður-Kóreu þegar velja skal land fyrir helgarferð eða sumarleyfi. En ef svo er þá er hér gagnleg grein á cnn.com þar sem tekin eru saman nokkur góð ráð fyrir ferðalagið.

Eitt og annað er talið upp. Eins og til dæmis að til að komast inn í landið er nauðsynlegt að fara með ferðaskrifstofu. Bandaríkjamenn verða að fara inn í landið með flugvél. Vertu viðbúinn því að vera í fylgd tveggja varða frá stjórnvöldum og það er einnig skylda að vera með bílstjóra. 

Stikkorð: Norður-Kórea  • Ferðalög