*

Sport & peningar 23. maí 2018

Leikirnir kosta um 50 milljónir

Vináttuleikir landsliðs Ghana við Ísland og Japan kosta landið 465 þúsund dali, en liðið mætir Íslendingur 7. júní næstkomandi.

Ungmenna- og íþróttaráðuneyti Ghana hefur lagt landsliði afríkuríkisins, Svörtu stjörnunum, til 465 þúsund Bandaríkjadala til að standa undir kostnaði við landsleikina.

Það samsvarar um 50 milljónum íslenskra króna, en þar af fara um 17 milljónir í leikinn á móti íslenska landsliðinu sem verður 7. júní næstkomandi. Um er að ræða vináttulandsleiki sem bæði Japan og Ísland nýta til að undirbúa liðið fyrir Heimsmeistaramótið í Knattspyrnu sem hefst 14. júní næstkomandi.

Landslið Ghana hyggst hins vegar nýta leikina til undirbúnings fyrir þátttöku í afríkumótinu árið 2019. Þetta kemur fram á viðskiptafréttavefsíðu í landinu, Businessghana.com.

Stikkorð: Japan  • Ísland  • Heimsmeistaramótið  • landsleikur  • Ghana