
Nýtt met í leikmannakaupum hefur verið sett í ensku úrvalsdeildinni nú þegar lokað hefur verið fyrir félagaskipti í kanttspyrnuheiminum á miðnætti 31. janúar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC og byggja niðurstöðurnar á tölum frá Deloitte.
Samtals hafa félögin í ensku úrvalsdeildinni eytt 760 milljónum punda til leikmannakaupa á tímabilinu eða að jafnvirði 145 milljarða íslenskra króna.
Jafnframt hafa tekjur félaganna aukist til muna, einkum tekjur vegna sýningarréttar. Sjá nánar á BBC.