*

Sport & peningar 24. október 2013

Leikmenn njóta góðs af auknum tekjum KSÍ

Formaður KSÍ segir að leikmenn muni fá hlut í milljarðinum sem sambandið fær úthlutað ef liðið kemst á HM í knattspyrnu.

„Leikmennirnir munu njóta þess eins og sambandið að komast í lokakeppnina, það er alveg klárt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Viðskiptablaðið. Hann segir að í dag séu í gangi óverulegir bónusar fyrir leikmenn landsliðsins vegna gengi liðsins í riðlakeppninni. Ef liðið kemst alla leið á heimsmeistaram ótið í Brasilíu næsta sumar þá verði bónusmálin skoðuð en leikmennirnir muni fá að njóta þess eins og knattspyrnusambandið. 

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun KSÍ fá í það minnsta um milljarð íslenskra króna ef karlalandsliðið kemst á HM. Til þess að það gangi eftir þarf liðið að hafa betur gegn Króatíu í tveimur umspilsleikjum sem fram fara í nóvember. Til að setja þessa upphæð í samhengi má benda á að heildartekjur KSÍ námu um 842 milljónum króna árið 2012 og verða um 855 milljónir samkvæmt áætlun fyrir árið 2013. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.