*

Menning & listir 27. október 2012

Leikritið Pabbinn hugsanlega á leið á hvíta tjaldið

Bjarni Þór Hauksson hefur samið við bókaforlag um bók sem byggð er á leikritinu Pabbinn og kvikmyndaréttinn líka.

Edda Hermannsdóttir

„Við erum búin að selja kvikmyndaréttinn til þýsks kvikmyndafyrirtækis og fer myndin væntanlega í framleiðslu á næsta ári,“ segir leikarinn, leikskáldið og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson. Hann stendur í stórræðum með leikritið Pabbann; hefur selt inn á sýninguna fyrir um 1,3 milljarða í yfir 20 löndum.

Bjarni gerði ofan á allt saman nýverið samning við alþjóðlegt bókaforlag um bók sem byggð er á leikritinu og hefur selt kvikmyndaréttin að henni.

Þetta er ekki allt og sumt því Bjarni vinnur að fleiri verkefnum. Hann er nefnilega líka farinn að selja leikritið Afinn erlendis og er verkið þegar komið til Þýskalands, Eistlands og Slóveníu.

Rætt er við Bjarna og rætt við hann um leikritið Pabbinn í Viðskiptablaðinu 24. október 2012. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Bjarni Haukur Þórsson  • Pabbinn  • Afinn