
Kvikmyndatökuliði hefur verið veitt heimild til að grafa upp landfyllingu sem er talin geyma milljónir af óseldum Atari leikjum frá níunda áratugnum. Leitað er sérstaklega eftir leikjum á borð við E.T the Extra-Terrestrial fyrir heimildarmynd sem Xbox er að framleiða. Fjallað er um málið í tæknitímaritinu Wired.
Þessi sérstaki gröftur mun eiga sér stað í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Heimildarmyndin sem Xbox framleiðir er ætlað að sýna hvernig stafræna byltingin hefur breytt heimi upplýsinga og afþreyingar, samkvæmt Nancy Tellen, talskonu Xbox Entertainment Studios.