*

Tölvur & tækni 5. apríl 2014

Leita eftir áratugagömlum tölvuleikjum í landfyllingu

Xbox grafa upp landfyllingu í leit að Atari tölvuleikjum fyrir heimildarmynd.

Kvikmyndatökuliði hefur verið veitt heimild til að grafa upp landfyllingu sem er talin geyma milljónir af óseldum Atari leikjum frá níunda áratugnum. Leitað er sérstaklega eftir leikjum á borð við E.T the Extra-Terrestrial  fyrir heimildarmynd sem Xbox er að framleiða. Fjallað er um málið í tæknitímaritinu Wired.

Þessi sérstaki gröftur mun eiga sér stað í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Heimildarmyndin sem Xbox framleiðir er ætlað að sýna hvernig stafræna byltingin hefur breytt heimi upplýsinga og afþreyingar, samkvæmt Nancy Tellen, talskonu Xbox Entertainment Studios.