*

Hitt og þetta 25. september 2006

Leit.is samstarfsaðili RIMC 2006, ráðstefnu og fagsýningar

Leit.is og Nordic eMarketing gerðu með sér samstarfssamning vegna RIMC 2006, alþjóðlegrar ráðstefnu og fagsýningar sem Nordic eMarketing heldur dagana 2. og 3. nóvember n.k. á Grand hótel, segir í tilkynningu.

Á ráðstefnunni verða 18 fyrirlesarar. Má þar helst nefna Brian Clifton, yfirmann vefgreiningardeildar Google í Evrópu, Bill Hunt, yfirmann Global Strategies International hjá IBM, Mel Carson, framkvæmdastjóra adCenter Community hjá Microsoft MSN í Evrópu, Graham Hansell, stofnanda og yfirmann hjá Sitelynx o.fl. Auk þess munu um 30 fyrirtæki kynna starfsemi sína er lýtur að markaðssetningu á Internetinu.

Ráðstefnan er ekki á tæknilegum nótum heldur verður meiri áhersla lögð á markaðshlutann og hentar hún því mjög vel markaðsstjórum og yfirmönnum fyrirtækja sem vilja beita vísindalegum og mælanlegum aðferðum við að ná hámarksárangri í markaðssetningu á Internetinu.

Aðrir samstarfsaðilar RIMC 2006 eru Viðskiptablaðið, Útflutningsráð Íslands, Icelandair, ÍMARK, SAF, SVEF, SKÝ, FVH og Grand hótel.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is