*

Veiði 6. júlí 2012

Lélegar heimtur í Veiðivötnum

Litlisjór í Veiðivötnum er ekki að skila miklu í ár. Annað heyrist frá þeim sem standa á bakka Stóra Fossvatns.

Veiðin hefur ekki byrjað vel í Veiðivötnum. Í fyrstu vikunni komu 3.075 fiskar á land og þarf að fletta níu ár aftur í tímann í veiðiskrám til að finna jafn lágar tölur. 

Í Sunnlenska fréttablaðinu kemur fram að mestu muni um lita veiði í Litlasjó. Þar komu aðeins 264 fiskar á land miðað við 1.621 í fyrra. Í blaðinu segir að í öðrum vötnum í Veiðivötnum hafi veiðin verið góð, víðast hvar hafi hún verið betri en í fyrra. 

Tekið er fram að flestir fiskar veiddust í Stóra Fossvatni en þar er aðeins leyft að veiða á flugu. Þarna hafa það sem af er veiðitímabilinu komið 569 fiskar á land og hefur annað eins ekki sést á þessum árstíma í áratugi.

Stikkorð: Veiðivötn