*

Ferðalög & útivist 15. júlí 2013

Lélegt netsamband mesta áhyggjuefni ferðalanga

Internetsamband skiptir ferðamenn mestu máli þegar tékkað er inn á hótel á meðan nær öllum er sama um míníbarinn.

Fjörtíu prósent ferðamanna segja að lélegt netsamband sé það sem pirri þá mest við að ferðast. Lélegar samgöngur er stressvaldur sem 26% nefndu og hávaði á dvalarstað sögðust 24% þolla illa. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var meðal ferðamanna og The Telegraph birtir niðurstöður úr.

Internet í hótelherberginu skipta 61% mestu máli varðandi hótelherbergi. Internetið skiptir ferðamenn meira máli en sjónvarp (17%), bað (5%) eða ísskápur (3%). Aðeins 1% sagði míníbarinn vera það mikilvægasta á hótelherberginu.

Og kannski ekki nema von að fólk haldi sérstaklega upp á netið því 64% sögðust tékka á netinu þegar þau hafa tekið upp úr töskunum á hótelum og sama hlutfall sagðist nota netið frekar en síma til að hafa samband við fjölskylduna á meðan á ferðalaginu stendur.

Stikkorð: Internetið  • Ferðalög