*

Bílar 29. apríl 2015

Lengri og breiðari Hyundai i20

Hyundai hlaut í mars hönnunarverðlaunin Red Dot Design fyrir tvær gerðir i20 bifreiðarinnar.

Nýr Hyundai i20 ber sterk einkenni nýjustu kynslóðar fólksbíla frá suður-kóreska bílaframleiðandanum sem hlotið hafa hver verðlaunin á fætur öðrum fyrir frísklega en jafnframt fágaða hönnun.

Nýr Hyundai i20 er bæði lengri og breiðari en fyrirrennarinn. Hann er boðinn í nokkrum útfærslum. Hægt er að velja á milli þriggja vélarstærða, 1,1 lítra dísilvélar sem er 75 hestöfl, 1,2 lítra, 78 hestafla bensínvélar og 1,4 lítra, 99 hestafla bensínvélar.

Hyundai hlaut í mars hönnunarverðlaunin Red Dot Design fyrir tvær gerðir i20, m.a. fimm dyra útgáfuna, þar sem dómnefndinni sagði bílinn kalla fram sterka nærveru sem m.a. væri undirtrikuð með lengri vélarhlíf, hástæðari og fljótandi svörtum hliðarlínum og svipmiklu og stóru grilli. Nýr Hyundai i20 verður frumsýndur hjá BL í Garðabæ nk. laugardag 2. maí kl. 12-16.

Stikkorð: Hyundai i20