*

Sport & peningar 9. apríl 2013

Lengsti golfvöllur landsins til sölu

Óskað eftir tilboðum í 18 holna golfvöll við Borg í Grímsnesi en hugsanlega er hægt að opna völlinn í lok næsta sumars.

Golfvöllur við Borg í Grímsnesi var auglýstur til sölu nú um helgina og er óskað eftir tilboðum í hann. Völlurinn er í eigu Grímsnes- og Grafningshrepps sem keypti landið af fyrri eigendum sem gátu ekki haldið framkvæmdunum áfram. Greint er frá málinu í Morgunblaðinu.

Auk vallarins er eitt hús á landinu sem getur nýst sem klúbbhús en það er í eigu Íslandsbanka. Það er boðið til sölu með vellinum.

Framkvæmdir við nýjan 18 holna golfvöll við Minni-Borg hófust árið 2006 en hann er hannaður af Edwin Roald Rögnvaldssyni golfvallahönnuði. Eftir að fyrri eigendur, landeigandinn Hólmar Bragi Pálsson og Golfborgir hf., höfðu hætt framkvæmdum rann hluti landsins til lánastofnana.

Í kjölfarið ákvað hreppurinn að festa kaup á landinu árið 2011 og halda áfram framkvæmdunum til að hefta moldfok þar og koma svæðinu í rækt á ný með það fyrir augum að selja völlinn eða leigja áhugasömum aðilum.

Stikkorð: Golf  • Borg í Grímsnesi