*

Hitt og þetta 28. júní 2013

Flugfreyjur spara eldsneytiskostnað

Lággjaldaflugfélagið Go Air ætlar í framtíðinni bara að ráða flugfreyjur en ekki flugþjóna. Tilgangurinn er að spara pening.

Indverska lággjaldaflugfélagið Go Air hyggst spara um 73 milljónir króna á ári með því að ráða bara flugfreyjur í framtíðinni. Flugfreyjur eru að meðaltali 15 til 20 kílóum léttari en flugþjónar og þannig mun flugfélagið spara eldsneytiskostnað

Fimmtán flugvélar eru í flugflota Go Air og 330 manns eru í áhöfn, þar af 132 flugþjónar. Þeir munu þó ekki missa störfin heldur verða bara ráðnar flugfreyjur í framtíðinni.

Flugfélagið hefur leitað ýmissa leiða til að létta á flugvélum sínum. Tímarit eru minni og vatnstankar eru bara hálffullir. The Telegraph segir frá málinu í dag. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is