*

Hleð spilara...
Bílar 14. janúar 2014

Léttist um 317 kíló

Ford frumsýndi í gær nýjan pallbíl af gerðinni F-150. Yfirbyggingin er að mestu úr áli.

Ford frumsýndi í gær nýjan pallbíl af gerðinni F-150 á bílasýningunni í Detroit. Bíllinn er mun léttari en forverinn og munar 317 kílóum. 

Ford hefur ekkert gefið uppi um eyðsluna í pallbílnum, en reikna má með því að hún minnki verulega milli árgerða.

Kaupendur eru farnir að velta eyðslunni mun meira fyrir sér en áður og velja um 40% allra kaupenda F-150 V6 vélina í stað V8 vélarinnar þess vegna.

Ford F-150 hefur verið mest seldi pallbíllinn í Bandaríkjunum í 43 ár. Bíllinn var mest seldi bíll Bandaríkjanna í 17 ár, þar til í maí 2008 þegar fjórir japanskir bílar, Honda Civic, Toyota Corolla, Toyota Camry og Honda Accord, tóku fram úr.

Stikkorð: Ford F-150