*

Bílar 2. september 2020

Lexus, Kia, Toyota og Honda bila minnst

Vélarbilanir voru algengasta ástæða, eða orsök 27% bilana í bílum, en bilanir í gíra- og drifbúnaði var næstalgengasta ástæðan.

Lexus, Kia, Toyota og Honda eru í efstu fjórum sætunum í skýrslu sænka tryggingafélagsins Länsförsäkringar. Allt eru þetta asísk bílamerki. Mercedes-Benz er með fæstar bilanir evrópsku lúxusbílamerkjanna samkvæmt skýrslunni.

Länsförsäkringar hefur gefið út árlega skýrslu um tíðni alvarlegra bilana í nýlegum bílum sem tryggðir hafa verið gagnvart bilunum og um hverskonar bilanir bárust tryggingafélaginu.

Fram kemur í skýrslunni að algengustu orsakir þess að bíll verður óökufær og draga verður hann á verkstæði til viðgerðar eru vélarbilanir. Þær urðu ýmist í kjölfar bilana og skemmdaá kælikerfi/ miðstöðvarkerfi bílanna eða af því að tímareimar eða tímakeðjur biluðu eða slitnuðu.

Næst algengastar eru bilanir í gíra- og drifbúnaði en samanlagt koma þessar bilanir við sögu í tveimur þriðju allra tjónatilkynninganna. Vélabilanir reyndust nema 27 prósentum tilkynntra bilana.

Vélarbilanir eru talsvert algengari í bensínbílum heldur en dísilbílum. Bilanir í útblásturshreinsibúnaði eru hins vegar mun algengari í dísilbílunum heldur en bensínbílunum samkvæmt skýrslu Länsförsäkringar.

Á hinum endanum þ.e. með flestar bilarnir samkvæmt skýrslunni eru Porsche, Jeep, Land Rover/Range Rover og Fiat. Länsförsäkringar hefur gefið út skýrslu árlega síðan 1990 og þykir hún mjög áreiðanleg og gefa góða mynd af gæðum allra bílaframleiðenda.

Stikkorð: Toyota  • Honda  • Kia  • Lexus  • Mercedes-Benz  • Länsförsäkringar