*

Bílar 25. febrúar 2021

Lexus, Porsche og Kia efst hjá J.D Power

Kie e-Niro var kosinn besti rafbílinn í áreiðanleikakönnun greiningarfyrirtækisins J.D. Power.

Lexus, Porsche og Kia eru í efstu sætunum í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Kia er efst miðað við bílaframleiðendur í magnsölu en þar á eftir kemur Toyota. 

Jaguar, Alfa Romeo og Land Rover eru í neðstu sætunum í könnun J.D. Power en rafbílaframleiðandinn Tesla er einnig neðarlega á listanum.

Í könnun J.D. Power voru rúmlega 33 þúsund bíleigendur bíla árgerð 2018 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi svipuð um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir síðustu þrjú ár. Könnunin var framkvæmd í júlí til nóvember á síðasta ári. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðanda. Könnun J.D. Power þykir ein virtasta áreiðanleikakönnun í bílageiranum.

Kia e-Niro var kosinn besti rafbíllinn í könnun J.D. Power. Bíllinn er með 64 kWh lithium rafhlöðu sem skilar drægni upp á alls 455 km í blönduðum akstri samkvæmt mælingum WLTP. Rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum og 395 Nm í togi. Bíllinn er 7,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða.

Stikkorð: Kia  • Porsche  • Lexus  • J.D. Power