*

Menning & listir 29. nóvember 2013

Leyfi til að segja allan fjandann fyrir sem flesta

Djókaín, lengsta uppistand Hugleiks til þessa, fer fram í Háskólabíói í kvöld.

 „Ég er ekki stressaður í augnablikinu en ég verð það rétt fyrir sjóv,“ segir Hugleikur Dagsson. Í kvöld mun Hugleikur flytja stóra uppistand sitt í Háskólabíói og hefst sýningin klukkan átta. Hugleikur segir stressið hluta af undirbúningnum en sýningin gangi alltaf vel og þá kannski einmitt vegna stressþáttarins rétt á undan.

Fyrir alla sem vilja sjá Djókaín, sem er lengsta uppistand Hugleiks til þessa, þá fer hver að verða síðastur. „Ég ætla að taka sýninguna upp á morgun til að festa brandarana á teipi og síðan verð ég með sýninguna í Hofi á Akureyri 19. desember.“ Hann segir sýninguna fyrir alla sem eru eldri en 13 ára. „Það er alls konar fólk sem mætir á þetta. Ég verð með leyfi til að segja allan fjandann fyrir sem flesta.“

Stikkorð: Hugleikur Dagsson  • Djókaín