*

Veiði 17. maí 2014

Leyfum rykinu að setjast

Síðustu ár hafa reynst Stangaveiðifélagi Reykjavíkur erfið en formaðurinn segir þó ekki útlokað að félagið bjóði í ný svæði.

Trausti Hafliðason

Það er ekkert launungarmál að það hefur verið á brattan að sækja fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) eftir hrun. Fjárhagsstaðan hefur verið erfið og félagið misst frá sér nokkur veiðisvæði, eins og til dæmis Norðurá.

Árni Friðleifsson, formaður SVFR, segist ekki kvarta.

„Við tókum meðvitaða ákvörðun um minnka umsvif félagsins og við sjáum í land."

Aðspurður hvort Stangaveiðifélagið muni bæta við sig veiðisvæðum á næstunni svarar Árni: „Mín skoðun er sú að það sé mikilvægt að við leyfum rykinu aðeins að setjast. Ef það bjóðast einhver spennandi svæði þá er ekkert útilokað að við skoðum það en við erum í sjálfu sér ekki að leita að nýjum svæðum."

Stikkorð: Veiði