*

Ferðalög & útivist 12. júlí 2013

Leyndardómar Flateyjar

Flatey á Breiðafirði var áður miðstöð verslunar auk þess sem þar var mikil verbúð. Nú er eyjan ein helsta náttúruparadís landsins.

„Við vorum nokkur sem áttum sumarhús í Flatey og sáum fyrir okkur að hægt væri að reka gott hótel ef það væri nógu lítið,“ segir Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstjóri á Hótel Flatey aðspurð um upphafið að hótelrekstrinum: „Það er sem kunnugt er ekki leyfilegt að byggja neitt í eynni þannig að það eina sem kom til greina var að gera upp gömlu pakkhúsin sem voru í niðurníðslu og það sama átti við um samkomuhúsið.“

Hafist var handa við að endurgera húsin og strax árið eftir, árið 2006, var fimm herbergja hótel opnað auk þess sem veitingastaður var opnaður í gamla samkomuhúsinu.

Flest timburhúsin í eyjunni hafa verið færð í sitt upprunalega form en þau eru flest reist í kringum gamla verslunarstaðinn í eynni. Í Flatey eru tveir sveitabæir og innan við tíu manns sem búa á eynni. Hins vegar eiga margir hús þar og algengt er að stórar fjölskyldur eigi hús saman sem skipst er á að nota allan ársins hring. Gömlu húsin ættu að heilla hvern sem er og ósnortin náttúran býður upp á fjölmarga möguleika, hvort sem er til afþreyingar eða afslöppunar. 

Nánar er fjallað um Flatey í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu, sem kemur út í fyrsta skipti með Viðskiptablaðinu. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Flatey