*

Heilsa 18. febrúar 2015

Leynilaug á Flúðum

Gamla laugin í Hverahólmanum nálægt Flúðum er elsta sundlaug á Íslandi.

Fyrir alla unnendur náttúrulauga er óhætt að mæla með Gömlu lauginni, sundlaug í Hverahólmanum nálægt Flúðum. Hún var byggð árið 1891 og er þar með elsta sundlaug á Íslandi.

Árið 1909 var fyrst haldið sundnámskeið í lauginni og síðan árlega til ársins 1947 þegar farið var að nota sundlaugina á Flúðum til kennslu. Laugin hefur nú verið endurbyggð í upprunalegri mynd með nýrri búningaaðstöðu.

Að baða sig í lauginni er einstök upplifun allt árið um kring og er vatnið 38-40 °C heitt allt árið þar sem um er að ræða hverasvæði.

Stikkorð: Flúðir  • Gamla laugin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is