*

Menning & listir 13. júní 2014

Lifir sparsömu lífi

Leikkonan Keira Knightley segist í viðtali lifa sparsömu lífi til að halda sér á jörðunni.

Leikkonan Keira Knightley segir í nýlegu viðtali við Glamour Magazine að hún lifi sparsömum lífstíl og haldi sig við að reyna að eyða ekki meiru heldur en um sex milljónum íslenskra króna á ári, eða um það bil háflri milljón á mánuði.  En hún telur að með því að lifa of hátt kynnist maður ekki fólki sem lifir ekki eins hátt. Þannig einangrist fólk.

Í viðtalinu segist húnt hafa átt sínar bestu og skemmtilegustu stundir á stöðum sem eru ekki sérstaklega glæsilegir.

Það er áhugavert að leikkonan kjósi að lifa svona sparsömum lífstíl í ljósi tekna sinna, en hún fær venjulega yfir milljón dollara borgaða fyrir hverja kvikmynd sem hún leikur í auk þess sem hún er andlit Chanel snyrtivörufyrirtækisins. 

Knightley segist hins vegar láta með sig og kaupir það sem hana langar virkilega í þó það kosti meira, en að hún reyni þó að halda eyðslunni í lágmarki. 

Stikkorð: Keira Knightley