*

Ferðalög & útivist 20. desember 2013

Lífsnauðsynleg ráð fyrir ferðalög um jól

Ferðalög um jól geta tekið á taugarnar og gert mestu jólabörn grá og gugginn þegar loks er komið á áfangastað.

Ef sumum finnst stressandi að fara í Kringluna um jólin út af öllu stressinu og „hraðanum“ ættu þeir að ímynda sér hvernig það í áranum er að þurfa að ferðast, jafnvel á milli heilu heimsálfanna, korter í jól.

Leigubílaörtröð, biðraðir við innritun, biðraðir í öryggisleit, biðröð inn í flugvélina og síðan tekur við margra klukkustunda ókyrrðarflugferð (líkur á ókyrrð eru meiri á veturna). Klesst upp við ókunnugan.

Þetta er óyndislegt. Þetta er þreytandi. Þetta er vont.

Á Gawker er hins vegar mjög nytsamleg grein fyrir alla sem þurfa að ferðast um jólin. Þetta ættu allir að lesa sem eiga fyrir höndum flugferð nú yfir hátíðirnar:

Bögg í flugvélinni: Ef þú lendir við hliðina á leiðinlegum ferðafélaga sem vill tala um hátíðleika jólana og kraftaverkið sem þessi árstími er þá eru eyrnatappar ómissandi.

Bögg við öryggisleit: Pakkaðu létt og vertu í einföldum klæðnaði. Ekki pakka vatnsflöskum, hárlakki eða öðru sem verður tekið af þér, í handfarangur. Það tefur allt og allir pirrast og brjálast.

Bögg með farangur: Gefðu rafrænar gjafir: Sendu öllum áskrift að Netflix eða kauptu tölvuleiki á netinu og slepptu því að drösla kofforti fullu af gjöfum yfir hálfan hnöttinn. 

Fleiri handhæg ráð má lesa í greininni á Gawker.

Stikkorð: Vonbrigði  • Ferðalög  • Örvænting  • Vitleysa  • Horror  • Jólaspól