*

Menning & listir 14. desember 2013

Lífsreglurnar fjórar komnar út á ný

Fjórar lífsreglur manns af ætt græðara og seiðmanna hafa farið sigurför um heiminn.

Bókin Lífsreglurnar fjórar hefur verið endurprentuð hjá Sölku. Bókin hefur farið sigurför um heiminn. Hér á landi hefur hún selst upp ítrekað en síðast kom hún út árið 2011. Höfundurinn heitir don Miguel Ruiz og er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin en hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra um lífsspeki Tolteka-indíána sem er aldagömul.

Bókin höfðar enn til fólks í dag því hún þykir byggja á klassískum gildum. Lífsreglurnar fjórar eru: Vertu flekklaus í orði. Ekki taka neitt persónulega. Ekki draga rangar ályktanir. Gerðu alltaf þitt besta. Bókin þykir holl lesning fyrir þá sem vilja bæta sig og lífsgæði sín.

Stikkorð: Lífsreglur