*

Tíska og hönnun 21. júlí 2020

Lindex verslun opnar á Egilsstöðum

Lindex mun opna nýja verslun í verslunarkjarnarnum Miðvangi á Egilsstöðum í haust.

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun í miðbæ Egilsstaða nú í haust. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Reita og forráðamanna Lindex. Verslunin verður staðsett við hlið Bónuss í Miðvangi, aðalverslunarkjarna Egilsstaða.

Verslunin, sem telur tæplega 300 fermetra,  mun bjóða upp á allar þrjár meginvörulínur Lindex auk þess sem boðið verður upp á nýjustu tækni við verslunina eins og 70 tommu snertiskjái við mátunarklefa.  

Barnadeildin mun bjóða upp á ungbarnafatnað sem einungis er framleiddur með lífrænni bómull, barnafatnað og unglingafatnað upp í stærðir 170. Undirfatalína Lindex býður Bravolution brjóstahaldara tæknina sem auðveldar og sparar tíma við verslun undirfatnaðar. Dömudeildin mun innihalda gallabuxur framleiddar með Better Denim sem minnkar vatnsnotkun um 85% frá hefðbundnum framleiðsluaðferðum.

Lindex rekur fyrir sex verslanir hér á landi, í Smáralind, Kringlunni, á Glerártorgi á Akureyri, miðbæ Akraness og i Krossmóum í Reykjanesbæ. Um hundrað manns starfa hjá fyrirtækin á Íslandi. 

„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á Lindex sem hefur hvatt okkur áfram í að finna stað fyrir verslun okkar hér. Við teljum því einstakt að koma og festa rætur hér á Austurlandi með verslun sem Austlendingar geta kallað sína eigin.  Við erum því full tilhlökkunar að koma austur og fagna opnuninni,“ er haft eftir Lóu D. Kristjánsdóttur, umboðsaðila Lindex á Íslandi.

Stikkorð: Lindex