*

Tölvur & tækni 31. mars 2018

Lindsey Lohan tapar dómsmáli

Lindsey Lohan, sem í seinni tíð er eflaust frægust fyrir að vera fræg, tapaði í gær dómsmáli á hendur tölvuleikjaframleiðandanum Rockstar.

Lindsey Lohan, sem í seinni tíð er eflaust frægust fyrir að vera fræg, tapaði í gær dómsmáli á hendur tölvuleikjaframleiðandanum Rockstar. Lohan sakaði Rockstar um að byggja eina persónu tölvuleikjarins GTA V á henni en dómstóll í New York sagði að persónan líktist bara „venjulegri ungri konu.“

Málið á rætur að rekja aftur til 2014, en leikurinn kom út árið áður. Hvorki Lohan né tölvuleikjaframleiðandinn hafa tjáð sig um málið eftir að dómurinn féll.

Kröfur Lohan byggðust einna helst á því að persónan, Lacey Jones, líktist henni í útliti, að rödd hennar væri svipuð rödd stjörnunnar og að klæðaburður tölvuleikjapersónununnar sækti innblástur í Lohan.