*

Ferðalög 2. maí 2015

List í strætó

Vinkonurnar Eva María Jónsdóttir, Ilmur Stefánsdóttir og Nanna Hlíf Ingvadóttir hyggjast kynna íslenska list fyrir ferðamönnum.

Ásta Andrésdóttir

Við ætlum að bjóða ferðamönnum sem koma hingað til lands í einstaka ferð þar sem þeir komast í meira návígi við listamenn og aðra skapandi landsmenn en í hefðbundnum skoðunarferðum. Þetta verður allt öðruvísi en að fara á tónleika eða aðra skipulagða menningaruppákomu. Ferðin er menningaruppákoma í sjálfu sér,“ útskýrir Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona sem ásamt vinkonum sínum, þeim Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahönnuði og Nönnu Hlíf Ingvadóttur tónlistarkennara, ætla að aka með erlenda ferðamenn um bæinn í gömlum strætisvagni í maímánuði.

Vagninn er einstakur að því leyti að það er stærðarinnar flygill um borð. „Nanna verður á hljóðfærinu, Ilmur við stýrið og ég gestgjafinn. Örugg verkaskipting!“ segir hún hress í bragði. Engar tvær ferðir verða eins og í hverri þeirra munu nokkrir listamenn við sögu. Einnig mun fjöldinn allur af öðrum uppákomum eiga sér stað þar sem klassískir tónlistarmenn jafnt sem landsfrægir popparar koma við sögu. „Og svo verða eins konar smáatriði á dagskrá. Allt er ferðalagið skipulagt niður í smæstu einingar,“ segir hún sposk á svip.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.