*

Viðtal, Menning & listir 3. maí 2016

Listagyðjan getur verið krefjandi

Bryndís Jakobsdóttir tekur að sér krefjandi verkefni af ólíkum toga.

Eydís Eyland

Bryndís Jakobsdóttir, eða Dísa eins og hún er kölluð, er tónlistarmaður sem hefur heillað land og þjóð með dásamlegri rödd sinni og tónsmíðum. Dísa er afar sjálfstæð, bæði sem söngkona og lagasmiður, en ekki síður sem einhleyp móðir tveggja ungra drengja sem veigrar sér ekki við að takast á við krefjandi verkefni af ólíkum toga. Hún hefur numið og starfað í Danmörku undanfarin ár, en heimsækir Ísland með reglulegu millibili. 

Hvaðan færðu innblástur í tónlist þinni?
„Michael Jackson, Brian Eno, Elizabeth Frazer og Kate Bush, Destiny’s Child, indverskur klassískur söngur, Sufi- og Qawwali tónlist frá Pakistan, Chopin, Puccini, afrísk Pygme tónlist, að fara á listasýningar, lesa ljóð, fara út í fjöru, sjá fjöllin, að keyra ein í bíl og hlusta á píkupopp í botni, að fara út á lífið og dansa. Listagyðjan getur verið frek á mig, mætir oft þegar ég á að vera að einbeita mér að reikningum eða tölvupóstum, eða þegar ég á að fara að sofa. Kannski er þetta bara einhver athyglisbrestur hjá mér. Aðra daga get ég svo setið við tímunum saman að svitna yfir að ekkert gerist og þá er hún kannski bara farin í kaffi.“

Nánar er rætt við Dísu Jakobs í Eftir vinnu sem fylgir Viðskiptablaðinu.