*

Hitt og þetta 13. júní 2013

Listamaður lokar sig af í eggi í 365 daga

Fyrir fólk sem vill smá næði og frið þá hljóma næstu 365 dagar hjá listamanninum Stephen Turner sennilega vel.

Stephen Turner er listamaður sem ætlar að freista þess að búa inni í eggi í 365 daga. Eggið sem um ræðir heitir Exbury Egg og er allt í senn sjálfbær stúdíóíbúð, heimili, bátur og frjósemistákn.

Eggið flýtur á ánni Beaulieu í Suður-Englandi en Stephen hannaði og byggði eggið í samstarfi við PAD stúdíó og the SPUD Group. Inni í egginu er nóg pláss en þar kemst fyrir rúm, skrifborð, raka herbergi og lítil eldavél. Ekki kemur fram hvort klósett er inni í egginu.

Eggið verður bundið niður nálægt ströndinni svo flóð og fjara hafa áhrif á það. Turner hyggst rannsaka hvernig það er að vera eitt með ánni og hvernig öldur, sólarljósið og aðrir hlutir í náttúrunni hafa áhrif á lífið í kringum eggið.

Tilraun Stephens á að vekja athygli á hlýnun jarðar og umhverfismálum almennt. Gizmodo segir frá hér