*

Menning & listir 4. maí 2013

Listaverkasali flæktur í fjárglæfrastarfsemi

Frægur listaverkasali var nýlega handtekinn fyrir þátttöku í ólöglegum fjárhættuspilum.

Hinn umsvifamikli listaverkasali, Hillel „Helly” Nahmad, var á dögunum handtekinn og galleríið hans hreinsað af gögnum vegna þátt hans í stórum hring ólöglegra fjárhættuspila.

Meðal gesta í þessum spilum voru atvinnumenn í íþróttum, stórefnaðir fjárfestar frá Wall Street og kvikmyndastjörnur á borð við Leonardo DiCaprio, Matt Damon og Ben Affleck. Nahmad var handtekinn ásamt tveimur öðrum samverkamönnum, en starfsemi þeirra hefur verið tengd að einhverju leyti við rússnesku mafíuna.

Stikkorð: Listaverk  • Fjárhættuspil  • Hillel Nahmad