*

Menning & listir 23. ágúst 2013

Listaverkasýning á skrifstofu forstjóra

Á morgun verður hægt að njóta lista og kokteila í öllum rýmum verslunar ELLU.

Það verður listrænt andrúmsloft í verslun ELLU á morgun á Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur. Ásdís Spanó mun sýna verk sín í aðalrými húsnæðis ELLU og á skrifstofu forstjóra verður listaverkasýning á vegum Gallery Bakarí með verkum Stórvals. Love Corporation verður síðan með listagjörning í hvelfingu húsnæðisins. „Áður fyrr voru höfuðstöðvar Sjóvá í húsinu og þess vegna má finna fallega manngenga hvelfingu í húsnæðinu", segir Elinrós Líndal, listrænn stjórnandi og eigandi. 

Síðustu helgi kynnti ELLA nýja haustlínu og þá var opnaður Hemingway bar í versluninni. Barinn verður aftur opnaður á Menningarnótt milli þrjú og fimm. Þá geta gestir og gangandi gætt sér á ljúffengum Ketel One Hemingway drykk. 

Stikkorð: Elínrós Líndal  • ELLA