*

Menning & listir 27. október 2012

Listaverkaþjófur með verðlaust málverkasafn

Það getur reynst erfitt fyrir þjófana sem stálu sjö málverkum úr safni í Rotterdam að koma verkunum í verð.

Kári Finnsson

Ísíðustu viku hurfu sjö mál­ verk úr safni í Rotterdam sem samanlagt gætu verið hundrað milljóna evra virði. Smáatriði um ránið sjálft og afdrif þjófanna eru enn á huldu, en þjófarnir virðast hafa komist upp með það og máð út spor sín að mestu. En í stað þess að svamla um í peningabaði lítur allt út fyrir að þjófarnir sitji upp með mjög fallegt en næstum verðlaust safn af málverkum.

Samkvæmt FBI útsendaran­ um Robert Wittman er næstum því ómögulegt að selja fræg lista­ verk á svörtum markaði. Þótt sum listverkarán hafi verið vel framkvæmd, þá takist næstum því engum listverkaþjófum að koma þýfi sínu í verð.

Þrátt fyrir að t.d. Ópi Edwards Munch hafi verið stolið allnokkrum sinnum hefur engum þjófanna tekist að selja það. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að eitt eintak Ópsins var selt fyrir 120 milljónir dollara á uppboði fyrir nokkrum mánuðum.

Nánar má lesa um málverkaþjófnaðinn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út 25. október 2012. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Ópið  • Munch  • Cézanne