*

Ferðalög & útivist 29. júlí 2013

Listrænaþorpið Gamcheon

Þegar nemendur í listgreinum taka sig saman og skreyta heilt þorp þá verður útkoman eins og Gamcheon í Suður-Kóreu.

Rétt fyrir utan stórborgina Busan í Suður-Kóreu kúrir þorpið Gamcheon. Þorpið er langt frá því að vera túristabær og er algjör andstæða við silfraða skýjakljúfa eða vinsælu matvörumarkaði Busan. 

Yfir þorpinu ríkir rólegur andi. Gamcheon býður upp á allt annað en það sem meirihluti ferðamanna sækir til Busan sem er strandlíf og aragrúi veitingastaða. 

Áherslan á listina gerir þorpið sérstakt. Saga þorpsins er merkileg en Gamcheon var fátækrahverfi á sjötta áratugnum og yfirfullt af flóttamönnum eftir Kóreustríðið. 

Árið 2009 fékk þorpið listræna yfirhalningu. Nemendum í listgreinum var boðið að koma í þorpið og skreyta það. Íbúar þorpsins höfðu síðustu fjóra áratugina lagt áherslu á pastelliti þegar mála átti húsin en nemendurnir gengu skrefinu lengra og skreyttu þorpið hátt og lágt með skúlptúrum, styttum og öðrum munum. CNN segir frá þorpinu á vefsíðu sinni í dag.  

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: list  • Suður-Kórea  • Busan  • Gamcheon