*

Hitt og þetta 24. september 2013

Lítil íbúð? Hengdu rúmið upp í loft

Þegar plássið er lítið í íbúðinni má alltaf prófa að hengja rúmið upp í loft.

Eigendur 46 fermetra íbúðar í London hafa tekið upp á því að hengja rúmið upp í loft í járnbúri, beint fyrir neðan þakgluggann.

Algeng lausn er að skella rúminu lóðréttu inn í skáp í veggnum. Rúm hangandi í loftinu hlýtur að teljast aðeins frumlegri og skemmtilegri hugmynd. 

Rúmið er rétt fyrir neðan þakgluggann og því sofna íbúarnir í myrkrinu og vakna við sólarljósið. Svæðið fyrir neðan rúmið er nýtt fyrir skrifstofurými. Sjá fleiri myndir hér

 

 

 


Stikkorð: Hönnun  • Innanhúshönnun