*

Hitt og þetta 18. nóvember 2005

Lítil og meðalstór fyrirtæki auka útgjöld

Rúmlega 31% lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Evrópu reikna með að auka útgjöld til upplýsingatækni á þessu ári og hinu næsta, að því er ný rannsókn leiðir í ljós. Útgjöld til tæknimála eru því að aukast, samkvæmt rannsókn IDC, en þau héldust óbreytt árið 2004 segir í frétt á heimasíðu Tæknivals. Tryggingafyrirtæki og önnur fjármálafyrirtæki ásamt smásölu- og heildsölufyrirtækjum sýndu mesta löngun til að auka við UT-útgjöldin.

Aðeins lítill hluti stjórenda ríkisstofnana og menntastofnana reikna með auknu fjármagni til upplýsingatækni, segir í niðurstöðum rannsóknar IDC.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.