*

Ferðalög & útivist 26. mars 2012

Aldagamalt veiðihús kostar einn milljarð

Það kostar sitt að vilja búa í bresku dreifbýli og fá það á tilfinninguna að vera á meðal persóna í þætti um Barnaby lögreglufulltrúa.

Glæsilegt fyrrverandi veiðihús er til sölu við bæinn Fritham í Hampshire í Bretlandi. Veiðihúsið er ekkert hrófatildur og víðsfjarri þeim húsum sem venjast má hér. Húsið, sem nefnist Eyeworth Lodge,  var byggt á átjándu öld. Um miðja nítjándu öld hýsti það skógarvörð og fjölskyldu hans.   

Í húsinu eru átta stór herbergi, smáhýsi, hesthús, svalir, tennisvöllur og sundlaug í gömlum og grónum garði. Þá er í húsinu sérstakt herbergi með billjarðborði. Það er m.a. auglýst sem hús dagsins í bandaríska stórblaðinu The Wall Street Journal og á netsíðum breskra fasteignasala. 

Fritham er fremur lítill bær í Bretlandi. Ekki kemur fram á alfræðivefnum Wikipedia hversu margir íbúar búa í bænum. Af myndum að dæma líkist hann heimabæ Tom Barnaby lögreglufulltrúa sem leysir hverja morðgátuna á fætur annarri í sjónvarpsþáttunum Midsomer Murders. 

Þeir sem vilja upplifa sig sem persónur í sjónvarpsþáttunum verða að sitja á miklum sjóðum. Húsið í Fritham kostar nefnilega litar 5 milljónir punda, jafnvirði rétt rúmlega einn milljarð íslenskra króna. 

Kaup má hús sem er öllu minna en í Suffolk. Það er minna en byggt á svipuðum tíma. Þar eru enginn lúxus á borð við sundlaug og tennisvöll. Á húsið eru sett 850 þúsund pund, jafnvirði 850 þúsund pund, jafnvirði rúmra 170 milljóna króna. Það er svo álíka mikið og vænt einbýlishús í Skerjafirðinum.Húsið í Fritham er falt fyrir rúma 1,5 milljarða íslenskra króna.

 

Það getur verið gott að busla í gömlum og grónum garði.

 

Þeir sem vilja kaupa sér minna hús en eiga tæpar 200 milljónir króna ættu að skoða þetta hús í Suffolk.

Stikkorð: Barnaby  • Villur í Bretlandi  • hús