*

Bílar 15. október 2021

Lítill jepplingur frá Toyota

Toyota mun hefja sölu á litla jepplingnum Aygo X á næsta ári sem verður ögn stærri en núerandi útgáfa.

Róbert Róbertsson

Toyota kemur með nýjan lítinn jeppling á markað á næsta ári en sá ber heitir Aygo X. Hann mun leysa núverandi smábílinn Aygo af hólmi.

Aygo X verður byggður á sama GA-B undirvagni og Yaris Cross og fær því að öllum líkindum þriggja strokka vél. Enn er margt á huldu með vélarkost en líklega fær hann ekki tvinnbúnað. Aygo X er örlítið stærri en núverandi Aygo, eða 3,7 metrar að lengd og 1,5 m á hæð. Hjólhaf eykst líka um 90 mm til að auka plássið í bílnum.

Aygo X kemur í kjölfar hins vel heppnaða Yaris Cross sem er eins og stóri bróðir. Þar sem Aygo X fær nýjan undirvagn mun tæknibúnaður hans einnig aukast ef miðað er við hinn hefðbundna Aygo. Líklegt þykir að jepplingurinn nýi fái sama 9 tommu snertiskjá og í nýjum Yaris Cross.

Stikkorð: X  • Aygo