*

Ferðalög & útivist 27. mars 2013

Fimm litríkustu þorp í heimi

Þorpin á lista BBC yfir litadýrð eiga sér öll mjög áhugaverða sögu. Tilviljun, lagasetningar og fátækt eru meðal skýringa á litadýrðinni.

Tilveran er svo sannarlega ekki grá í bæjunum fimm sem BBC tók saman.

Júzcar, Spánn. Einu sinni voru öll hús í bænum hvít. En síðan komu kvikmyndaframleiðendur myndarinnar Smurfs og bönkuðu upp á og spurðu hvort þeir mættu mála húsin blá fyrir kynningu á myndinni. Þegar þeir ætluðu að mála bæinn hvítan á ný neituðu íbúarnir, allir 220 talsins, því ferðamannaiðnaðurinn í bænum tók gríðarlegan kipp þegar Hollywood mætti og málaði bæinn bláan.

Svæði í Rif-fjallgarðinum í Marokkó. Svæðið var einu sinni athvarf fyrir spænska gyðinga sem flúðu rannsóknarréttinn á 15. öld. Þeir voru litaglaðir og máluðu allt í grænbláum lit. Flestir hafa nú flutt til Ísraels, en grænblái liturinn stendur enn.

Curacao. Sagan segir að þegar Hollendingar réðu yfir karabísku eyjunni Curacao á 20. öld hafi landstjórinn þjáðst af mígrenni. Hann þoldi því illa þegar sólin endurspeglaðist af hvítum veggjunum. Þess vegna voru sett lög sem bönnuðu íbúum að mála hús sín hvít. 

Old San Juan í Púertó Rico. Enginn tveir litir eru eins í hverfinu Old San Juan. Hverfið er þekkt fyrir evrópskan arkitektúr. Pálmatré gefa hverfinu þó karabískan blæ.

La Boca, Argentína. Verkamannahverfið La Boca í Buenos Aires er byggt upp þannig að efnalitlir íbúar notuðu afgangs málningu og efni frá nálægum skipasmíðastöðvum til að byggja húsin sín. Hverfið er því litríkt og þykir í dag mjög vandað og töff. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Spánn  • Argentína  • Litir  • Spánn  • CNN  • Púertó Rico  • Marokkó