*

Menning & listir 5. desember 2013

Litur ársins 2014 er...

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur kunngjört lit ársins 2014.

Þá er ekkert annað eftir en að draga fram litapallettuna og sjá hvaða litir tóna best við litinn Radiant Orchid (Ljómandi orkídea) nr. 18-3224 því alþjóðlega litakerfið Pantone hefur valið hann lit ársins 2014.

Litur ársins 2013 var grænn og kallaðist Emerald (Smaragður) og þykir litur ársins 2014 góð andstæða við Emerald litinn.

Markaðsfræðingar búa sig undir að fara eftir ráðleggingum Pantone og búast má við að kaffivélar, strigaskór og síðkjólar ársins 2014 verði í bleika litnum Ljómandi orkídea. Liturinn þykir djarfur en þó klæðilegur.

The Wall Street Journal fjallar ítarlega um lit ársins 2014 hér.

 

Stikkorð: Fallegt  • Pantone  • Litapalletta