*

Tíska og hönnun 13. september 2017

Litur ársins kynntur

Sérefni kynnti lit ársins í gær sem valinn var af Nordsjö, einu þekktasta málningarfyrirtæki Skandinavíu.

Heart Wood er mildur bleikur litur með hlýjum grábrúnum tóni. Á heimasíðu Sérefna sem kynnti litinn segir að litavalið hafi ekki komið á óvart. „Við höfum um nokkra hríð einmitt bent viðskiptavinum á þennan ljúfa lit eða blæbrigði af honum, enda dásamlega fallegur og hentar í öll rými.“

Heart Wood er grunnliturinn hér á myndinni og tengir saman hina fallegu tónana sem valdir voru í eina af nýju litapallettunum hjá Nordsjö og systurfyrirtækjum þess.

Eftir vinnu fjallaði einmitt um vinsældir litarins fyrr á árinu. Sjá nánar  hér: http://www.vb.is/tolublod/files/1643/