*

Sport & peningar 17. febrúar 2013

Liverpool, Newcastle og QPR keyptu mest

Þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir hærri fjárhæð en hin 17 liðin í deildinni í janúar.

Guðni Rúnar Gíslason

Það var QPR, Liverpool og Newcastle United sem eyddu mest í janúarglugganum í ensku deildinni þetta árið samkvæmt skýrslu Deloitte. Samtals eyddu þessi þrjú lið meira en helminginn af þeim 120 milljónum punda sem lið í ensku úrvalsdeildinni eyddu í leikmenn í janúar.

Í fyrra voru QPR og Newcastle einnig á meðal þeirra þriggja liða sem eyddu mest til viðbótar við Chelsea.

Minni eyðsla en 2012

Liðin í ensku úrvalsdeildinni eyddu um helmingi minna í janúar á síðasta ári eða um 60 milljónir punda. Árið 2011 var hins vegar mikið um leikmannaskipti og var 225 milljónum pund varið í leikmannakaup. Frá því að janúarglugginn var tekinn upp hafa lið í ensku úrvalsdeildinni keypt leikmenn fyrir rúmlega milljarð punda á ellefu árum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Liverpool  • Newcastle  • Úrvalsdeildin  • QPR  • Liverpook