*

Sport & peningar 13. október 2010

Liverpool: Niðurstaða í dómsmálinu í dag

Niðurstöðu er að vænta í dag, um hvort sala á breska knattspyrnufélaginu Liverpool til eiganda hafnarboltaliðsins Red Sox í Boston gangi eftir. Salan var samþykkt í stjórn Liverpool en eigendur félagsins, Tom Hicks og George Gillett, eru henni mótfallnir og fóru með málið fyrir dómstóla.

Fyrir dómnum deila eigendurnir tveir annars vegar og hins vegar forsvarsmenn Liverpool og stærsti lánadrottinn félagins, Royal Bank of Scotland (RBS).

Eftir að deilurnar fóru fyrir dóm hefur milljarðamæringur frá Singapore, Peter Lim, gert nýtt tilboð í félagið sem er metið á 320 milljónir punda.

Einnig er því haldið fram að Mill Financial, bandarískur vogunarsjóður, hafi náð yfirráðum yfir hlut Gillett eftir að lán hans gjaldféllu. Herma fréttir að vogunarsjóðurinn sé tilbúinn að greiða upp allar skuldir félagins og lofa 100 milljónum punda í nýjan leikvöll fyrir liðið.

Stikkorð: Liverpool