*

Sport & peningar 22. maí 2014

Liverpool sigraði í peningadeildinni

Annað sætið í ensku úrvalsdeildinni skilaði Liverpool nokkrum milljörðum í kassann.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni fengu á bilinu 64 milljónir punda upp í 99 milljónir punda í sjónvarps- og verðlaunafé fyrir tímabilið sem lauk nú um síðustu helgi. Eins og vænta má fékk neðsta liðið í deildinni, Cardiff City, minnst greitt en á hinum endanum var það Liverpool sem fékk mest þrátt fyrir að hafa endað í öðru sæti.

Manchester City fékk einni miljón punda minna í heildargreiðslur þrátt fyrir að verðlaunafé félagsins hafi verið tveimur milljónum hærra en hjá Liverpool eða 24 milljónir punda.

Stikkorð: Liverpool  • Liverpook