*

Sport & peningar 3. mars 2015

Liverpool skilar hagnaði í fyrsta sinn í sjö ár

Knattspyrnufélagið Liverpool hagnaðist um næstum eina milljón punda fyrir skatta á síðasta ári.

Enska knattspyrnufélagið Liverpool skilaði hagnaði í fyrsta sinn í sjö ár á síðasta reikningsári félagsins sem lauk þann 31. maí í fyrra. BBC News greinir frá þessu.

Þar kemur fram að hagnaður félagsins fyrir skatta á tímabilinu hafi numið 0,9 milljónum breskra punda. Er það öllu betri niðurstaða en ári fyrr þegar félagið tapaði 49,8 milljónum punda.

Helstu ástæðu þessa viðsnúnings má rekja til nokkurrar tekjuaukningar hjá klúbbnum. Aflaði hann 256 milljóna punda í tekjur á fjárhagsárinu sem er 19% aukning frá fyrra ári. Skiptu þar sjónvarpstekjurnar mestu en þær hækkuðu um 46% og námu 101 milljón punda.

Stikkorð: Liverpool