*

Sport & peningar 4. mars 2014

Liverpool tapaði 50 milljónum punda á síðustu leiktíð

Eigendur knattspyrnuliðsins Liverpool eru bjartsýnir á framhaldið.

Knattspyrnufélagið Liverpool tapaði næstum 50 milljónum  punda á leiktíðinni 2012-2013. Forsvarsmenn þeirra telja þó að allt stefni í rétta átt hjá liðinu. 

Á síðasta leiktímabili lækkuðu skuldir fótboltaklúbbsins um 29%, niður í 45 milljónir punda. Tekjur jukust um 9% og voru 206 milljónir punda. 

Eigandi Liverpool FC, Fenway Sports Group, veitti félaginu 46,8 milljóna eiginfjárframlag til þess að endurgreiða lán vegna byggingu leikvangs.

Liverpool eru í öðru sæti í ensku deildinni en Chelsea í fyrsta sæti. 

BBC greindi frá. 

Stikkorð: Liverpool