*

Sport & peningar 13. október 2010

Liverpool verður selt

Dómstóll í Englandi heimilaði stjórn Liverpool nú i morgun að selja félagið.  Eru því verulegar líkar á því að New England Sports Ventures, sem á hafnarboltaliðið Boston Red Sox , eignist Liverpool.  NESV bauð fyrir skömmu 300 milljónir punda í félagið.

Eigendur félagsins, Tom Hicks og Georg Gillett, voru mjög ósáttir við að selja félagið til NESV og fóru með málið fyrir dómstóla sem kvað upp úrskurð sinn í morgun.  Ef salan verður að veruleika munu þeir félagar tapa 144 milljónum punda samanlagt.

Ekki er þó útilokað að aðrir, t.d. Peter Lim, fjárfestir frá Singapore, geti komist að samningaborðinu en hefur gert annað tilboð í félagið.  Stjórn Liverpool segist muni gefa sér skamman tíma til að eyða óvissunni í kringum söluna á þessu fornfræga knattspyrnuveldi..

Stikkorð: Liverpool