*

Ferðalög 22. október 2013

Ljósakrónur fyrir lengra komna

Ljósakrónur eru ekki allar fimm arma og úr kristal. Frægustu ljósakrónur í heimi eru sumar hverjar svo stórar að hægt er að stíga inn í þær.

Flestar hallir eða stórir salir, sem ferðamenn flykkjast til, eru einna þekktust fyrir freskur á veggjum eða málverk sem þar hanga uppi. En síðan eru það húsin sem eru frægust fyrir ljósakrónurnar.

Stuff.nz.co segir frá fimm frægustu ljósakrónum í heimi í grein á vefsíðu sinni. Þar er til dæmis Salur speglanna í Versölum eða The Hall of Mirrors. Staðurinn þykir miðpunktur Versala. Í honum eru 357 speglar, 17 hurðir úr gleri, marmaraveggir og málverk í loftum. En það eru ljósakrónurnar sem vekja mesta athygli. Þær eru 43 talsins, 17 stórar og 26 litlar. Hver einasta ljósakróna er úr silfri og í þeim eru yfir 1000 kerti. Í dag er þó búið að skipta út og setja rafmagnskerti í stað venjulegra vaxkerta. 

Síðan er það ljósakrónan á Cosmopolitan hótelinu í Las Vegas. Í borg þar sem allt er ýkt þarf ljósakróna að vera ansi rosaleg til að vekja athygli. Ljósakrónan á Cosmopolitan hótelinu þykir mögnuð en hún er það stór að hægt er að horfa í gegnum hana frá nokkrum hæðum á hótelinu og hún endar rétt fyrir ofan spilavítið. Af efri hæðunum er hægt að stíga inn í ljósakrónuna og slaka á í þægilegum sófum. Eðlilega. 

Stikkorð: Ljósakrónur