*

Menning & listir 31. ágúst 2016

Ljósanótt haldin hátíðlega um helgina

Hátiðin verður sett formlega á morgun kl 10:30 við Myllubakkaskóla og verða leik- og grunnskólabörn í aðalhlutverki.

Eydís Eyland

Margir koma að undirbúningi Ljósanætur og eru bæjarbúar og starfsmenn Reykjanesbæjar að undirbúa Ljósanæturhátíð sem sett verður í 17. sinn í ár. 

Einn af hápunktum Ljósanæturhátíðar eru stórtónleikar Magnúsar Kjartanssonar og ljóssins engla á hátíðarsviðinu á laugardagskvöld. Með Magnúsi verða Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson og Stefanía Svavarsdóttir en einnig koma fram Stórsveit Suðurnesja, Jóhanna Ruth og Páll Óskar. Í lok tónleika á hátíðarsviði lýsir HS Orka upp Ljósanótt með glæsilegri flugeldasýningu á Berginu í umsjón Björgunarsveitarinnar, Suðurnes.

Að venju eru það heimamenn sem eru í öllum helstu hlutverkum, í tónlistinni, myndlistinni og öðrum smærri viðburðum. Yfir 50 list- og handverkssýningar verða í gangi og á annað hundrað viðburða af ýmsu tagi, þar af á þriðja tug tónlistarviðburða. Viðburði má finna á ljosanott.is

Stikkorð: HS Orka  • Ljósanótt  • Magnús Kjartansson