*

Ferðalög & útivist 18. febrúar 2013

Ljótustu borgir veraldar

Mengun, fólksfjöldi og hrörleg hús eru ekki til prýði samkvæmt vefsíðu sem tekið hefur saman lista yfir ljótustu borgir veraldar.

Hverjum þykir sinn fugl fagur svo einhver gæti verið ósammála valinu hér að neðan en vefsíðan ucityguides.com tók saman lista yfir tíu ljótustu borgir í heimi.

Tekið er fram að listinn sé að sjálfsögðu ekki tæmandi og um allan heim séu meðalstórar og litlar borgir sem ekki séu mikið fyrir augað. En ákveðið var að skoða ljótleika á meðal stærstu borga heims.

Það sem pirraði ucityguides einna helst var mengun, hrörlegar byggingar, fólksfjöldi og glæpatíðni:

  1. Guatemalaborg, Guatemala. 
  2. Mexíkóborg, Mexíkó. 
  3. Amman Jórdanía. 
  4. Caracas, Venesúela. 
  5. Lúanda, Angóla. 
  6. Chisinau, Moldóva. 
  7. Houston, Bandaríkin. 
  8. Detroit, Bandaríkin. 
  9. Sao Paulo, Brasilía. 
  10. Los Angeles, Bandaríkin.
Stikkorð: Mexíkó  • Bandaríkin  • Detroit  • venesúela  • Bandaríkin